Lesefni frá Íslandi
Landspitali Landspítalinn er stærsta sjúkrahús landsins og það eina á Reykjavíkursvæðinu. Það er rekið á fjárframlögum frá ríkinu, og er eftirlit með starfsemi þess í höndum Landslæknisembættisins. Veitt er almenn og sérhæfð meðferð. Alls voru á spítalanum 631 rúm í lok árs 2018 og voru innlagnir um 25.200. Meðallegutími var 8.6 dagar. Um 1/3 af andlátum á Íslandi eiga sér stað á Landspítala.
Mörk hjúkrunarheimili - Grund dvalar- og hjúkrunarheimili
Þessi tvö hjúkrunarheimili eru rekin af sama aðila þ.e. dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Grund er með 174 rúm og eru 10-20 af þeim fyrir skammtímainnlagnir. Að meðaltali eru kringum 80-85 andlát á ári.
Mörk er með 113 rúm, yfirleitt með 10 rúm fyrir skammtímainnlagnir en nú eru öll rúm fyrir langtímainnlagnir. Að meðaltali eru kringum 35 andlát á ári.
Hrafnista
Hrafnista rekur nokkur hjúkrunarheimili, með samtals 572 rúmum (2018).
Hjúkrunarheimilin eru:
a) Laugarás með 197 rúm,
b) Hraunvangur með 181 rúm
c) Boðaþing með 44 rúm
d) Hlévangur með 30 rúm
e) Nesvellir með 60 rúm
f) Ísafold með 60 rúm
Meðalaldur er um 85 ár og fjöldi andláta mismunandi eftir stærð hjúkrunarheimila, allt frá 11 til 72 á ári.
"Ísland er þátttakandi í stórri alþjóðlegri rannsókn sem ber nafnið: Ég lifi: Gott líf - góður dauðdagi.
Rannsóknin hefur mikla þýðingu fyrir líknarmeðferð á Íslandi, þróun hennar og uppbyggingu til framtíðar.
Gert er ráð fyrir að rannsóknin muni skila niðurstöðum sem hægt verði að nýta til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og aðstandendur sérstaklega í tengslum við síðustu mánuði lífs".
Valgerður Sigurðardóttir, dr. med. yfirlæknir líknarþjónustu Landspítala